Reir verk er traust og rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í mannvirkjagerð og fasteignaþróun. Við byggjum á yfir tuttugu ára reynslu og leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð, ábyrgð og fasteignir sem standast tímans tönn.
Reir verk er traust og rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í mannvirkjagerð og fasteignaþróun. Við byggjum á yfir tuttugu ára reynslu og leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð, ábyrgð og fasteignir sem standast tímans tönn.
Hlutverk Reir verk er að veita viðskiptavinum heildarlausnir byggingarverkefna, með áherslu á trausta og góða þjónustu.
Fyrirtækið hefur á að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum og tækjabúnaði og getur því tekist á við verkefni af hvaða stærðargráðu sem er.
Reir verk leggur sig fram við að vera framúrskarandi í íslenskum byggingariðnaði og að veita viðskiptavinum alltaf bestu þjónustu sem völ er á.
Lykillinn að þeirri sýn byggir á mannauði fyrirtækisins og þeirri þekkingu sem þar býr með áreiðanleika, skilvirkni og traustum vinnubrögðum.
Reir verk byggir orðspor sitt á metnaði, áreiðanleika og fagmennsku starfsmanna sinna sem saman leita bestu fáanlegu lausna í hverju verki fyrir sig.
Stjórnendur og starfsmenn leggja áherslu á að skapa öruggt, metnaðarfullt og jákvætt starfsumhverfi sem stuðlar að starfsánægju og traustum rekstri.
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér