Reir ehf. var stofnað 11. mars 2005 og fagnar því 20 ára afmæli í dag. Reir Verk er dótturfélag Reir eignarhaldsfélags, sem var stofnað árið 2005 af Hilmari Þór Kristinssyni og Rannveigu Eir Einarsdóttur. Á fyrstu árum félagsins voru grunnstoðir Reir ehf. endurbætur og nýbygging á fasteignum, aðallega í miðbæjarkjarna Reykjavíkur.
Síðustu ár hefur meginmarkið eignarhaldsfélagsins verið að þróa fasteignir og lóðir með sölu eða rekstur í huga. Reir Verk ehf. byggir á þeirri reynslu sem hefur skapast innan móðurfélagsins og er í dag öflugt byggingarfélag sem vinnur að fjölbreyttum fasteignaverkefnum.


